Heiðurslaun listamanna 2016

(1511224)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.11.2015 18. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna 2016
Nefndin afgreiddi breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga 2016. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir tillögunni.
Svandís Svavarsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir gera fyrirvara við breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga 2016 er lítur 2. mgr. 3. gr. laga um heiðurslaun listamanna nr. 66/2012. Þingmennirnir árétta mikilvægi þess að sú nefnd sem kveðið er á um í ákvæðinu taki til starfa sem fyrst svo hægt sé að leita umsagnar um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.